Þjónustan

L I T U N O G P L O K K U N
 
Við leggjum mikla áherslu á mótun augabrúna, og blöndum lit sérstaklega fyrir hvern
og einn í samræmi við óskir og litarhátt.
 
 
Litun augnhár & augabrúnir ásamt plokkun/vax
 
Litun augnhár & augabrúnir
 
Litun augabrúnir ásamt plokkun/vax
 
Litun augabrúnir
 
Litun augnhár ásamt plokkun/vax
 
Litun augnhár
 
Plokkun eða vax á augabrúnir
 
 
A N D L I T S M E Ð F E R Ð I R
 
Kollagen 
Yndisleg meðferð, Kollagen unnin úr sjávarþörungum.
Grunnefni valin fyrir þína húðgerð og húðin nudduð upp úr nærandi efnum.
Græðandi meðferð og eykur þan húðar.
 
 
G u i n o t m e ð f e r ð i r
 
Liftosome
Er stinnandi meðferð með kokkteil vítamína sem húðin drekkur í sig vegna áhrifa leirkennds hitamaska, sem hitnar í 39° c til að auka innsíun húðar.
Ca 1 klst.
 
Aromatic
Orka frá ilmkjarnaolíum og kraftur frá plöntum. Plöntuúrefni og sérvaldar ilmolíur fyrir hvern og einn.
 
Ávaxtasýrumeðferð
með nuddi 60 mín
án nudds 45 mín
Meðferðin gerir húðina móttækilegri fyrir virkum efnum þar sem hún eykur húðflögnun auk þess sem nýmyndun húðfruma verður meiri. Meðferðin vinnur á bóluvandamálum, grynnkar hrukkur og hún verður mýkri, frískari og áferðarfallegri.
ATH eftir ávaxtasýrumeðferð ber að forðast sól og djúphreinsun
í 3 daga eftir meðferð. Nauðsynlegt er að nota sólvörn eða farða með sólvörn þessa 3 daga
 

 
H Y D R A D E R M I E
 
 
Er árangursrík djúphreinsi og rakameðferð fyrir andlit, háls, bringu og hina viðkvæmu húð umhverfis augun. Hún örvar efnaskipti húðar sem leiðir til endrunýjun frumna og húðin fær aukinn raka og mýkt, hún þéttist og fær fallegri áferð, stuðlar að rakajafnvægi og réttu sýrustgi húðar og sýnir mjög góðan árangur fyrir slæma bóluhúð.
 
 
 
 
Hydradermie Plus 90 mín
Jónun upp úr sérvöldum gelum, kringum augu, andlit og háls. Húðin kreist ef þarf og svo er hátíðni sem róar bólgur og örvar efnaskipti. Síðan er andlit, háls, herðar og höfuð nuddað og viðeigandi maski borin á andlit og háls.
 
Hydradermie 60 mín
Jónun upp úr sérvöldum gelum, kringum augu, andlit og háls. Húðin kreist og svo er hátíðni sem róar bólgur og viðeigandi maski borin á andlit og háls.
 
Hydradermie húðhreinsun
Jónun upp úr hreinsandi geli, Húðin kreist og svo er hátíðni sem róar bólgur og viðeigandi maski borin á andlit.
 
Hydradermie án maska
 
 
 
H Y D R A D E R M I E L I F T
 
 
Hydradermie Lift andlitsmeðferð örvar vöðvana, styrkir þá og þeir lyfta andlitsdráttum með frábærum árangri. Hydradermie Lift jafnast á við leikfimiæfingar sem byggja upp vöðvana og andlitið virðist mun unglegra.
 
 
Andlitslyfting1 Hydradermie plus og lyfting
Andlitslyfting 2 Lyfting, létt nudd og maski
Andlitslyfting 3 Lyfting og maski
Andlitslyfting 4 Lyfting
 
Augnlyfting 1 Hydrad, Lyfting, létt nudd og maski
Augnlyfting 2 Lyfting, létt nudd og maski
Augnlyfting 3 Lyfting og létt nudd
 
 
V A X M E Ð F E R Ð I R
 
 
Vax á efri vör
Vax á höku
Vax í vöngum
Vax á augabrúnir
 
 
Vax að hnjám
Vax að hnjám og í nára
Vax að nára
Vax alla leið
Vax í nára
Vax í nára og út á læri
Vax undir höndum
Vax á bak Herra
 
ATH: Sólarhring eftir vax ber að forðast sól og sundlaugar,
húðin er mjög viðkvæm eftir vaxmeðferð.
 
 
 
F ó T S N Y R T I N G
 
Fótsnyrting
Meðferðin byrjar á heitu fótabaði. Neglur klipptar, þjalaðar og pússaðar og naglabönd snyrt. Iljar og hælar raspaðir. Meðferðin endar á ljúfu fótanuddi.
 
Fótsnyrting
Fótsnyrtingin  ásamt  lakki
 
 
Þjölun og Lökkun
 
Parafinmaski í meðferð
Djúphreinsun, fótakrem og maski
 
 
H A N D S N Y R T I N G
 
Handsnyrting
Neglur eru þjalaðar og mótaðar eftir óskum, pússaðar til og bónaðar. Naglaböndin eru mýkt upp og klippt. Hendurnar eru  nuddaðar með nærandi og endurnýjandi handarábur.
 
 
Handsnyrting
Handsnyrtingin ásamt  lakki 
 
Þjölun og Lökkun
 
Parafinmaski í meðferð
Djúphreinsun, Handkrem og maski
 
 
 
 
F Ö R Ð U N
Dagförðun: Létt förðun sem hentar sumum sem kvöldförðun.
Kvöldförðun: Meiri skygging jafnvel gerviaugnhár.
 
 
 
B R Ú N K U M E Ð F E R Ð
Allan líkamann.
Part af líkama:
 
 Su - Do Airbrush - 20 mín. Brúnkumeðferð. Endingartími er 5-7 dagar. Meðferð sem er að taka við af ljósabekkjunum og eru litarefnin náttúruleg og algjörlega skaðlaus húðinni. Við spreyjum á húðina inn í þar til gerðum klefa, og síðan þarf að bíða á meðan brúnkan þornar áður en farið er í fatnað.
 
Undirbúningur fyrir Brúnkumeðferð:
Áður en komið er í brúnku skal djúphreinsa líkamann mjög vel
og sleppa öllum snyrtivörum, það er óhætt að nota rakakrem í andlitið.
Mætið í dökkum léttum fatnaði.
 
 
 
Neglur - stryking og/eða lenging
 
Til að framlengja eða styrkja neglurnar notum við náttúrulegt efni frá Suður Afríku sem nefnist Bio Sculpture. Kosturinn við þetta gel er að það sveigist með nöglinni, styrkir hana og er alveg glært svo neglurnar verða ekki þykkar, heldur eðlilegar að lit og þykkt.
Margar konur velja að styrkja neglurnar með geli og það snýst ekki alltaf um að hafa þær langar, heldur jafnar og fallegar. Þegar gelið er komið á þurfa neglurnar lítið viðhald en við mælum með endurkomu á fjögurra vikna fresti.
Það má reikna með 90 mínútum í að setja framlengingu og french manicure. Það tekur 45-60 mínútur að setja styrkinu með frence manire. Og þegar þær eru lagfærðar tekur það um klukkustund.
Vilji konur láta fjarlægja gelið er hægt er að koma á stofuna og fá það leyst af. Með því að gera það stuðlum við að heilbrigði náttúrulegu naglanna og það ætti að forðast í lengstu lög að kroppa gelið af eða þjala í burtu því þá geta neglurnar verið lengi að jafna sig. Eftir að gelið hefur verið fjarlægt fær konan handsnyrtingu og fer út með snyrtilegar og vel nærðar neglur.