Guinot

 
Guinot
 
Okkar aðalmerki er hið franska Guinot. Þetta eru bæði vörurnar sem við notum í meðferðum á stofunni og vörur sem viðskiptavinir okkar geta keypt til að nota heima, þannig viðhalda þeir og auka árangurinn af því sem gert hefur verið á stofunni. Guinot er aðeins hægt að kaupa á snyrtistofum. Fyrirtækið René Guinot var stofnað af efnaverkfræðingnum René Guinot og konu hans sem var snyrtifræðingur. Guinot hafði uppgötvað árið 1930 við störf sín sem efnaverkfræðingur að mögulegt var að djúphreinsa húð tl að auðvelda virkum efnum að ná dýpra niður í húðina.
Árið 1972 var René Guinot fyrirtækið selt til Jean-Daniel Mondin sem er doktor í lyfjafræði. Ein afurð fyrirtækisins, kremið Longue Vie Cellulaire, var doktorsverkefni hans sem hann þróaði á brunadeild háskólasjúkrahúss í París.
Vörurnar eru mjög virtar og í dag eru um 9000 snyrtistofur í yfir 50 löndum sem bjóða upp á Guinot meðferðir og vörur.
 
 
Guinot greinir snyrtivörur sínar í þrjá flokka:
 
• viðgerðarlínu
                 Viðgerðarlínan meðhöndlar afleiðingar. Þessi lína er ákjósanleg til að meðhöndla húð sem   er undir álagi. Húð sem er sjáanlega í vandræðum til dæmis herpt af þurrki, sviða og/eða stingjum. Viðgerðarlínu á ekki að nota skemur en í einn mánuð og mælt er með að viðhalda árangri og fyrirbyggja með viðhaldslínu.
 
• viðhaldslínu
 
               Viðhaldslína meðhöndlar uppruna og er fyrirbyggjandi.
Þessi lína er djúpvirkandi og meðhöndlar orsakir fyrir einkennum húðar til að fyrirbyggja að úr verði vandamál sem getur leitt til óþæginda. Til dæmis ef um þurra húð er að ræða, þá vinnur hún að því að næra hana svo hún verði ekki herpt og fari að flagna.
Í viðhaldslínu eru mjög virk efni sem hvetja frumustarfsemina áfram. Kremin eru létt í sér til að auðvelda uppsog húðarinnar á virkum efnum í kremunum. Kremin eru ætluð til notkunar allt árið um kring.
 
 
• viðbótarlínu
 
                Viðbótarlína er ætluð til notkunar tímabundið með öðrum línum í Guinot (serum, maskar og leiðréttandi krem).
Þessar vörur eru til að styrkja virkni viðhalds- eða viðgerðarlínu til að hámarks árangur náist (hvert sem markmiðið er) og eru til í öllum snyrtivörulínum Guinot, hvort sem þörf er á næringu eða sefandi þætti.
Yfirleitt eru serum í hverri línu fyrir sig sem innihalda þrisvar sinnum meira af virku lykilefnum línunnar heldur en samsvarandi krem í línunni.
 
 
 
Y F I R B O R Ð S H R E I N S U N
Hreinsilína: Það er nauðynlegt að nota hreinsi sem hentar þinni húðgerð. Galdurinn við að halda húð þinni fallegri og laus við vandamál er að nota minna efni en þvo þér tvisvar og þá kvölds og morgna. Ekki klikka á því.
 
 
Microbiotic Mousse froða: Snilld Það endist endalaust. Er alls ekki þurrkandi.
Microbiotic lotion: andlitsvant fyrir feita húð.
 
Hydra Tendre: Kremkennd sápa. Hentar öllum mjög vel. Er ekki ertandi.
 
One step: Hreinsivökvi fyrir þá sem nenna ekki að nota mjólk eða sápu. Fljótlegt og þægilegt, en ekki alltaf besti kosturinn.
 
Lait Frecheur: Andlitsmjólk sem inniheldur rósaseyði.
Lotion Frecheur: Andlitsvatn sem henat eðlilegri til blandaða húð.
 
Lait Confort og Lotion Confort. Yndisleg hreinsilína með yndislegri lykt, fyrir viðkvæma þurra húð.
 
 
 
D J Ú P H R E I N S U N
 
Áður þú djúphreinsar húðina, þá þarft þú ávallt að yfirborðshreinsa húðina.
 
Þú ert í góðum málum ef þú djúphreinsar húðina 2 - 3 sinnum í viku. Við djúphreinsun verður jákvæð húðflögnun, sem örvar svo endurnýjun húðarinnar.
 
 
Gommasque: Þessi maski er ekki beint djúphreinir, en hann er yndislegur sem slíkur ef þú bleytir hann upp með vatni og nuddar með hringlaga hreyfingum Ath að hann hentar þá ekki fyrir viðkvæma húð, því hann er með grófum kornum. Hann má líka liggja á húðinni og er mjög kælandi.
 
 
 
Gommage Grain: Slípunarkrem. Þú nuddar því á hreina húð og bíður með hann í nokkrar mínútur. Þegar hann hefur þornað aðeins, þá nuddaru hann af. Best er að gera það þá í sturtunni eða yfir vaskinum.
 
 
Gommage Bio: Þessi djúphreinsir er án korna. Hann inniheldur ávaxtasýrur sem sjá um húðflögnunina og Green Tea sem sléttir húðina.
 
 
 
M A S K A R
 
Þegar þú ætlar að setja á þig maska ( sem er gott að gera 3 x í viku ) Þá er best að vera búin að djúphreinsa húðina áður, svo maskinn virki sem best.
 
Maskar mega liggja á húðina frá 10 mín í alt að klst. Misjafn er hvort hann megi fara í kringum augun.
 
 
Gommasque: Mjög góður maski fyrir feita húð, hann má bæði bera á og þvo af eða nuddan af. Látinn liggja á í ca 10 mín.
 
Masque Beauté Neuve: Ávaxtasýrumaski. Borinn á með þéttum hreyfingum. Látinn liggja í ca 15 mín. Svo er hann flettur af. Góð og mikil húðflögnun.
 
Masque Hydra Beauty: Yndislegur rakamaski.
 
Masque Essential: Grái maskinn eins og við köllum hann. Hann róar og græðir og gefiur húðinni næringu og ljóma.
 
Masque Energy Lift: Stinnandi frískandi maski.
 
Masque Anti Rides: Frískandi, sléttandi og rakagefandi maski.
 
Masque Newlight Þessi maski jafnar litarhátt. T.d. vegna brúnna bletta eða dökka fílapensla.
 
 
 
S E R U M O G V I Ð G E R Ð A R E F N I
 
Serum eru þrisvar sinnum virkari en kremið sjálft. Serum er annaphvort notað á staðbundin svæði eða allt andlitið og er gott til að leysa húðvandamál.
Til eru serum sem hentar hverju vandamáli, hvort sem það eru bólur, dökkir blettir eða línur. Þú færð ráð hjá okkur hvaða serum hentar þér best. Serum eru notað í mánuð í senn, en stundum lengur.
 
Serum AcniLogic: Viðurkennt af franska lyfjaeftirlitinu.
 
Corrector Bóluhyljari, snilld á bólgur. Róar bólur niður og hylur þær um leið. Eftir hreinsun að kvöldi er algjör snilld að setja þykkt lag fyrir svefnin. Inniheldur m.a. camfóru.
 
Serum ultrallergic: serum fyrir viðkvæma, pirraða  og erta húð.
 
Serum Hydra Sensitive: rakamettandi serum
 
Serum Energy Lift: stirkjandi og stinnandi serum.
 
Serum Newlight:Dregur úr litablettum.
 
Serum Long Vie:Stirkjandi og stinnandi
 
Long Vie Cou: Mjög gott hálskrem
 
Long Vie Lévres: Varakrem. Minnkar línur í kringum varir, gerir þær þrýstnar og fyrirbyggir frekari línur.
 
 
 
V I Ð G E R Ð A R K R E M
 
Viðgerðarkrem meðhöndlar afleiðingar. Þessi lína er ákjósanleg til að meðhöndla húð sem er undir álagi. Húð sem er sjáanlega í vandræðum til dæmis herpt af þurrki, sviða og/eða stingjum.
 
 
Creme pur Equlibre: Krem sem gefur feitri húð mjög góðan raka .
 
Creme Hydra Beauté: góður raki fyrir alla
 
Creme Hydra Sensitive: Krem fyrir viðkvæma húð.
 
Creme Nutri Confort. Mjög nærnadi og mjúkt krem sem að henta þurri húð.
 
Creme Energy Lift ( day / night ) Stirkjandi og stinnandi dag og nætur krem.
 
Creme Antirides ( d ay / night ) Uppbyggjandi og endurnýjansi dag og nætur krem.
 
 
V I Ð H A L D S K R E M
 
Viðhaldskrem meðhöndlar uppruna og er fyrirbyggjandi.
Þessi lína er djúpvirkandi og meðhöndlar orsakir fyrir einkennum húðar til að fyrirbyggja að úr verði vandamál sem getur leitt til óþæginda. Til dæmis ef um þurra húð er að ræða, þá vinnur hún að því að næra hana svo hún verði ekki herpt og fari að flagna.
Í viðhaldslínu eru mjög virk efni sem hvetja frumustarfsemina áfram. Kremin eru létt í sér til að auðvelda uppsog húðarinnar á virkum efnum í kremunum. Kremin eru ætluð til notkunar allt árið um kring.
 
Matizone: Mjög skemmtilegt krem sem að mattar húðina gott fyrir þær sem að glansa mikið og eru með blandaða og út í feita húð.
 
Beauté Neuve:Mjög mikið endurnýjandi krem með mildum ávaxtasýrum.
 
Hydrazone ( dry / all ): Tvö góð rakakrem fyrir bæði allar húðgerir og líka mjög þurra húð.
 
Nutrizone Mjög nærandi 24 stunda krem fyrir fituþurra húð.
 
Doucheur De Vie: 24 stunda krem með sólvörn 15. Gott fyrir viðkvæma húð.
 
Liftosome: Uppbyggjandi og stirkjandi 24 stundakrem.
 
Long Vie: henntar öllum tegundum húða er byggt á formúlu sem að inniheldur 56 stein og snefilefni. Mög uppbyggjandi og stirkjandi.
 
Pleine Vie:
 
Newlight:Gott krem til að vinna með brúnum blettum í húð.
 
Agelogic:
 
Augnkrem
 
Antifatique Yeux: Augngel sem að dregur úr þrota og bólgu og vinnur á dökkum lit.
 
Hydrazone Yeux: Gott rakaaugnkrem sem hentar flestum húðgerðum.
 
Long Vie Yeux: Uppbyggjandi og stirkjandi augnkrem.
 
Agelogic Yeaux: